Á dekkjaverkstæðum er hægt að kaupa það sem stundum kallast jafnvægislóð eða límblý. Þetta er þægilegt að nota þegar módelið er einum og neflétt. Límblýið er með sterkum límborða, enda á það að tolla við felgurnar á bílnum.
Mér sýnist reyndar að límblýið sem ég keypti á dekkjaverkstæðinu í Fellsmúla í gær sé ekki hreint blý. Ræman er samtals 60 grömm, en hægt er að klippa hana í 5 og 10 gramma búta. Mig minnir að það sem ég fékk í fyrra hafi verið úr ekta blýi og heldur þyngra, eða 100 grömm ræman.
Ég veit aðeins um þetta efni sem þið eruð að nota. Einhverjar evrópureglur gegn mengun standa í vegi fyrir því að jafnvægis-stillingarlóð úr blýi séu notuð núna.
Það sem er komið í staðinn er okkur sagt að sé zink. Að sjálfsögðu er þetta mun dýrara, en það er allt í lagi því neytendur borga, eða þannig....
Eins langar mig að benda á að límið á þessu er mjög viðkvæmt fyrir því að undirlagið sé fitugt. Hreinsa þarf mjög vel undir með fitufríu efni.
Flestar nýjar álfeglur td eru oft með örþunnu fitulagi á yfirborðinu og jafnvel hef ég séð, að þegar ekki er hreinsað nógu vel undir, þá hefur blýið legið á gólfinu inní sýningarsal, þeas dettur af, án notkunar á vegum úti.
Svo þegar ég hef notað svona, þá hef ég borað og sett litla skrúfu í á einum eða tveimur stöðum, eftir magni...
[quote=Sverrir]Gallinn við blýið er það að þegar það er komið inn í líkamann þá fer það ekki neitt. :/[/quote]
Díísus þess vegna er maður svona þungur he he
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.