Listflug
Re: Listflug
Ég á litla enska bók um listflug og datt í hug að einhverjum þætti skemmtilegt að fá hana þýdda á þægilegra og auðskyldara tungumál. Ég myndi reyna að taka um það bil einn kafla á viku (eða svo) og skella hér inn. Ef ykkur finnst þetta þess virði þá þætti mér gaman að fá einhver viðbrögð við þessu. Ef enginn segir neitt, þá eyði ég ekki tímanum í það.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Listflug
Lykkjur

Einföld falleg lykkja er æfing sem byggir upp sjálfstraustið og er grunnurinn að mörgum öðrum æfingum, svo það er þess virði að vanda sig hér. Ef þú hefur aldrei farið í lykkju, þá er ekki seinna vænna að byrja! Fljúgðu beint og í sömu hæð á fullri inngjöf, togaðu um það bil hálft hæðarstýrið og láttu módelið fara í snögga lykkju, upp og yfir þar til að flýgur áfram í sömu hæð og áður. Kúl, ha? Þetta var fyrsta lykkjan þín.
Nú skulum við skoða lykkju eins og flogin er í listflugskeppni. Fullkomin lykkja ætti að vera fullkomlega hringlaga, flogin á sama hraða allan tímann og byrja og enda á sama stað. Byrjaðu á lykkjunni í beinu flugi í u.þ.b. 30 metra hæð á svosem hálfri gjöf. Þegar þú byrjar að toga gætilega í hæðarstýrið skaltu um leið auka inngjöfina til að halda hraða á meðan módelið klifrar. Þegar módelið hættir að fara beint upp og fer að leggjast á bakið skaltu minnka aðeins útslagið á hæðarstýrið til að halda hringlagi lykkjunnar þannig að þegar módelið er komið á hvolf, þá þurfir þú jafnvel að ýta fram á hæðarstýrinu til að halda hringnum réttum. Þegar módelið nálgast að vera á hvolfi skaltu byrja að draga úr inngjöfinni þannig að þegar módelið byrjar að fara niður aftur sé hún á hægagangi. Nú þarf að fara að toga smátt og smátt í hæðarstýrið aftur þegar módelið nálgast að fara beint niður.. Síðan þarf að gefa í aftur og minnka hæðarstýrið þegar módelið nálgast að fljúga upprétt. Athugaðu að þú þarft hugsanlega að nota hliðarstýrið til að halda lykkjunni beinni, sérstaklega þegar þú gefur inn aftur.
Þegar þú getur gert réttar og hringlaga lykkjur aftur og aftur, þá er tími til að íhuga að gera þær á hvolfi! Útlykkja er gerð eins og innlykkja, nema að maður gefur hæðarstýrið fram (ýtir á það) til að byrja. Athugaðu að þú sért í nægilega mikilli hæð þegar þú byrjar og þá gefur þú rólega hæðarstýrið fram og dregur úr mótorinngjöf til að byrja lykkjuna. Þú ýtir módelinu beint niður og síðan á hvolf, en þar þarftu líklega að draga úr útslagi á hæðarstýrið til að halda lykkjunni hreinni. Nú er mótorinngjöf aukin aftur og gefið hæðarstýri niður til að halda hringnum. Þegar þú getur gert útlykkju af öryggi ofanfrá, þá skaltu prófa hana neðanfrá á hvolfi.

Einföld falleg lykkja er æfing sem byggir upp sjálfstraustið og er grunnurinn að mörgum öðrum æfingum, svo það er þess virði að vanda sig hér. Ef þú hefur aldrei farið í lykkju, þá er ekki seinna vænna að byrja! Fljúgðu beint og í sömu hæð á fullri inngjöf, togaðu um það bil hálft hæðarstýrið og láttu módelið fara í snögga lykkju, upp og yfir þar til að flýgur áfram í sömu hæð og áður. Kúl, ha? Þetta var fyrsta lykkjan þín.
Nú skulum við skoða lykkju eins og flogin er í listflugskeppni. Fullkomin lykkja ætti að vera fullkomlega hringlaga, flogin á sama hraða allan tímann og byrja og enda á sama stað. Byrjaðu á lykkjunni í beinu flugi í u.þ.b. 30 metra hæð á svosem hálfri gjöf. Þegar þú byrjar að toga gætilega í hæðarstýrið skaltu um leið auka inngjöfina til að halda hraða á meðan módelið klifrar. Þegar módelið hættir að fara beint upp og fer að leggjast á bakið skaltu minnka aðeins útslagið á hæðarstýrið til að halda hringlagi lykkjunnar þannig að þegar módelið er komið á hvolf, þá þurfir þú jafnvel að ýta fram á hæðarstýrinu til að halda hringnum réttum. Þegar módelið nálgast að vera á hvolfi skaltu byrja að draga úr inngjöfinni þannig að þegar módelið byrjar að fara niður aftur sé hún á hægagangi. Nú þarf að fara að toga smátt og smátt í hæðarstýrið aftur þegar módelið nálgast að fara beint niður.. Síðan þarf að gefa í aftur og minnka hæðarstýrið þegar módelið nálgast að fljúga upprétt. Athugaðu að þú þarft hugsanlega að nota hliðarstýrið til að halda lykkjunni beinni, sérstaklega þegar þú gefur inn aftur.
Þegar þú getur gert réttar og hringlaga lykkjur aftur og aftur, þá er tími til að íhuga að gera þær á hvolfi! Útlykkja er gerð eins og innlykkja, nema að maður gefur hæðarstýrið fram (ýtir á það) til að byrja. Athugaðu að þú sért í nægilega mikilli hæð þegar þú byrjar og þá gefur þú rólega hæðarstýrið fram og dregur úr mótorinngjöf til að byrja lykkjuna. Þú ýtir módelinu beint niður og síðan á hvolf, en þar þarftu líklega að draga úr útslagi á hæðarstýrið til að halda lykkjunni hreinni. Nú er mótorinngjöf aukin aftur og gefið hæðarstýri niður til að halda hringnum. Þegar þú getur gert útlykkju af öryggi ofanfrá, þá skaltu prófa hana neðanfrá á hvolfi.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Listflug
[quote=Sverrir]Farðu hnetur
[/quote]
Ég ætla að skilja þessa sem svo að hann vulji að ég haldi áfram, svo ný æfing kemur inn á eftir.
Hefur enginn annar eitthvað um þetta segja, eða er almennt áhugaleysi í gangi?

Ég ætla að skilja þessa sem svo að hann vulji að ég haldi áfram, svo ný æfing kemur inn á eftir.
Hefur enginn annar eitthvað um þetta segja, eða er almennt áhugaleysi í gangi?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Listflug
Ferkönntuð lykkja
Þetta er afbrigði af lykkjunni sem lítur frekar flott út. Galdurinn við þessa æfingu er að hugsa ekki um hana sem fjögur skörp horn og búnka af beinum línum, heldur frekar sem ¼ úr lykkju og beina línu, aðra ¼ lykkju og beina línu o.s.frv. Fljúgðu u.þ.b. 10 metra framhjá miðju í um 30 metra hæð. Framkvæmdu fyrstu ¼ lykkjuna og notaðu inngjöfina eins og lýst var áður. Láttu módelið klifra um það bil 20 metra og gerðu svo aðra ¼ lykkju. Mundu nú eftir að draga úr inngjöf og að þú verður líklega að gefa smávegis niður á hæðarstýrið til að láta módelið sigla í beina línu. Fljúgðu u.þ.b. 20 metra á hvolfi og gerðu svo ¼ lykkju þannig að módelið sé á leið beint niður og dragðu alveg niður í inngjöfinni. Eftir um 20 metra gerir þú síðustu ¼ lykkjuna og gefur í eins og áður og flýgur lárétt.
SKO! þetta var ekki svo slæmt.
Það sem þú skalt athuga sérstaklega er að gera lykkjuna ekki svo háa að öll ferð fari af módelinu á leiðinni upp svo það geti ekki gert ¼ lykkjuna efst. Athugaðu að hliðarstýrið virkar „öfugt“ þegar módelið er á hvolfi og að þú verður að æfa, æfa, æfa til að ná ¼ lykkjunum öllum af sömu stærð og hraða.

Þetta er afbrigði af lykkjunni sem lítur frekar flott út. Galdurinn við þessa æfingu er að hugsa ekki um hana sem fjögur skörp horn og búnka af beinum línum, heldur frekar sem ¼ úr lykkju og beina línu, aðra ¼ lykkju og beina línu o.s.frv. Fljúgðu u.þ.b. 10 metra framhjá miðju í um 30 metra hæð. Framkvæmdu fyrstu ¼ lykkjuna og notaðu inngjöfina eins og lýst var áður. Láttu módelið klifra um það bil 20 metra og gerðu svo aðra ¼ lykkju. Mundu nú eftir að draga úr inngjöf og að þú verður líklega að gefa smávegis niður á hæðarstýrið til að láta módelið sigla í beina línu. Fljúgðu u.þ.b. 20 metra á hvolfi og gerðu svo ¼ lykkju þannig að módelið sé á leið beint niður og dragðu alveg niður í inngjöfinni. Eftir um 20 metra gerir þú síðustu ¼ lykkjuna og gefur í eins og áður og flýgur lárétt.
SKO! þetta var ekki svo slæmt.
Það sem þú skalt athuga sérstaklega er að gera lykkjuna ekki svo háa að öll ferð fari af módelinu á leiðinni upp svo það geti ekki gert ¼ lykkjuna efst. Athugaðu að hliðarstýrið virkar „öfugt“ þegar módelið er á hvolfi og að þú verður að æfa, æfa, æfa til að ná ¼ lykkjunum öllum af sömu stærð og hraða.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Ágúst Borgþórsson
- Póstar: 931
- Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Listflug
[quote=Gaui]...
Hefur enginn annar eitthvað um þetta segja, eða er almennt áhugaleysi í gangi?[/quote]
ehhh... ég ætlaði ekki að trufla ekki svona fínan þráð með snakki... kíp ðem kommíng...
Hefur enginn annar eitthvað um þetta segja, eða er almennt áhugaleysi í gangi?[/quote]
ehhh... ég ætlaði ekki að trufla ekki svona fínan þráð með snakki... kíp ðem kommíng...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken