Nú er sólsveiflan nánast akkúrat í lágmarki 11 ára sveiflunnar og hlustunarskilyrði á stuttbylgju ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég a varla von á að erlendar stöðvar geti verið að trufla okkurnæstu mánuðina.
Eftir nokkur ár má þó eiga von á stöku truflunum á tíðnisviði okkar.
Eftirfarandi er úrklippa af http://www.rt.is/ahb/rc/ymislegt/truflun.html :
...
...
5) Niðurstöður hlustunar á 35MHz bandsinu á Hamranesflugvelli.
Sett var upp gott loftnet, lóðréttur hálfbylgju dípóll, sem tengist skannanum með 7m af RG-58U skermkapli. Tækið var skilið eftir í einn sólarhring í senn, og stillt á Memory Near Mode eða Memory Far Mode. Þannig "mundi" tækið á hvaða rásum það heyrði merki, og sýndi það með logandi ljósi við viðkomandi rásanúmer.
Í ljós kom þegar hugað var að tækinu, að ljós var á fjölmörgum rásum, hvort sem stillt var á Near eða Far mode. Þetta var á dögum, sem enginn var að fljúga á Hamranesflugvelli.
Einn daginn, um kl. 2 eftir hádegi, var hlustað eftir merkjum með hátalarann tengdan. Til mikillar furðu heyrðust fjölmargar erlendar stöðvar. Flestar voru á ensku (líklega frá Bandaríkjunum). Sumar voru það sterkar, að þær voru alveg lausar við suðu. Þetta koma á óvart og var leitað skýringa. Neðar á þessari síðu má sjá lista yfir notkun 35MHz í Bandaríkjunum. Okkar tíðnisvið er merkt með rauðu. Greinilegt er, að Bandaríkjamenn nota 35MHz fyrir almenn fjarskipti.
Þetta var greinilega "sky-wave" en ekki "ground-wave". Greinileg "fading" á merkinu, en stundum var merkið þó jafn sterkt og lokal stöð. Bæði enska (hljómaði líkara USA en UK ensku) og smávegis spænska (ég hélt fyrst ítalska, en síðar spænska). Ég náði ekki samhenginu, en þetta hljómaði eins og fyrirtækjasamtal á talstöðvabylgju.
Einnig heyrði ég einn daginn (fyrir hádegi) undarlegt hljóð, sem stóð yfir í um hálfa sek. í senn. Það kom fram á mismunandi rásum, með um mínútu millibili. Hljómaði eins og eins konar tölvumerki, ef það segir eitthvað

Þá var ekkert af erlendum stöðvum, svo mig grunaði að þetta ætti upptök sín innanlands. Þetta merki var sterkt, og hefði getað lýst sér sem "glitch".
Þar sem merkið kom aldrei fram á sömu rásinni á skannanum, kom mér í hug að um mjög bandbreitt merki gæti verið að ræða, það bandbreitt að það heyrðist á mörgum rásum samtímis. Mér kom í hug að um gæti verið að ræða eitthvað iðnaðartæki, og minntist þá lækningatækis sem ég sá einu sinni, en það vann sem öflugur sendir á um 27MHz, og notað við gigtarlækningar. Einnig man ég eftir öflugri truflun á um 30MHz fyrir mörgum árum frá plastsuðutæki. (Dielectric heating). Hér væri gott að fá hugmyndir frá lesendum.....
-
Margir muna eftir truflununum sem virtust vera verulegar þegar NATO var með æfingar hér um árið. Við töldum þær koma frá Bandarísku þyrlunum. Þar gæti dual conversion viðtæki hafa hjálpað.
---
Sem sagt, ekkert að óttast næstu fáein ár, svo framarlega sem ekki verða heræfingar hér á landi.