Ég rak niður skrúfublaðið á Cardinal-inum mínum í frostinu um dagin og varð hann mislangur. Mér datt í hug að þið vilduð kannski sjá hvernig ég reddaði honum
Til að fá skrúfublaðið nákvæmlega jafn langt þá festi ég það niður á nokkrar spítur sem ég festi svo niður á borðið mitt og notaði 5000 króna smergelið mitt til að slípa af endunum. Sjá mynd. passa þarf að proppurinn sé skröllt frír og geti snúist liðugt í hringi svo bara fara varlega og taka lítið í einu af proppendunum með því að færa smergelið nær, og þannig fást propp blöðin nákvæmlega jafn löng.

Eins og sjá má þá er skrúfan nánast í ballans á eftir og lítið þarf að pússa af skrúfu blað endunum til að fá hann í ballans

Vona að þetta gagnist einhverjum
Kveðja Messarinn