Þurfti að flýta mér heim af félagsfundi Þyts þegar frúin hringdi og spurði hvort ég kannaðist eitthvað við pakka frá Kína sem einhver póstmaður vildi troða upp á hana. Að sjálfsögðu kannaðist ég við pakkann sem frá vinum mínum í r2hobbies.com.
Frekar var hann þó lufsulegur við fyrstu sýn!

Ég meina pakkinn en ekki Tumi!!!!

Þarna mátti nú finna ýmislegt góðgæti. En dálítið brá mér þegar ég fór að leita að litla gula Slowflyernum. Í kassanum var bara gulur dúkur og plastpoki með nokkrum carbonstöngum, engar leiðbeiningar en mótor, straumstýring og batterí.

Það var lítið hægt að gera en að byrja að setja saman. Carbonstangirnar eru festar saman með herpihólkum og tvinna og cyanoacrylatlími......
Manuallinn fannst á netinu.



Yngsta barninu fannst pabbi þurfa hjálp


Hvergi var minnst á það að maður ætti að hita herpihólkana, en þeð er nú lógískt að gera það, eða hvað? Þegar ég var að hita einn hólkinngaf sig vírinn undir sem var reyndar í dálítilli spennu(boga)!!!!!

Ég fann málmhólk til að setja upp á vírinn og límdi fastann og setti svo herpihólk yfir (og hitaði varlega).


Eftir þessa meistaralegu reddingu fannst mér ég eiga skilið smáverðlaun....

Snyrtilrgt? eða....


Kominn háttatími.
kveðja GBG