[quote=Sverrir]En ég hef það eftir mjög svo áræðanlegum heimildum frá manni sem smíðar ljót flugmódel!
Hugsa að fáir hafi uppgötvað "on axis" manjúveringarnar í dag, þetta leit svo vel út og alltaf eitthvað að gerast. Maggi tók þetta upp á vídeó og það kæmi mér mikið á óvart ef það rataði ekki inn á YouTube von bráðar.
Þú ert alltaf velkominn Sigurjón minn, hvort sem það er á Cap eða Cub!
Kemst alla veganna í kaffi og með því á Cub.

[/quote]
Ég þarf kannski að útskýra "local joke"

Ég var eitt sinn að fljúga með MEISTARA Skyldi Sigurðsyni og hann fann það út að ég kynni ekki að fljúga. Á sama tíma var ég að finna það út að hann smíðaði bara ljót flugmódel. Þannig að í öllum okkar samtölum, þá er hann maðurinn sem smíðar ljótu flugmódelin og ég er maðurinn sem kann ekki að fljúga!!
Sverrir, ég var einmitt að horfa á brautina hjá ykkur í dag þegar ég var þarna yfir. Ég sé alveg grundvöll fyrir því að lenda Cub þarna ef vindur er réttur. Nú er bara spurning hvort Einar lánar mér CUP til að prufa (don´t think so!!!)

Hvað er lengsta brautin hjá ykkur löng? Ég veit vegna ákveðins flugs á TF-DYR í gamladaga, að 75 hp Cub þarf 125 metra til að fara yfir skurðruðning!!!
Nú ef það klikkar, þá fæ ég bara FIM lánaða og kem í kaffi og VÖFFLUR MEÐ RÓMA. Hint, hint.