Athugið! Þeir sem eru á 35 Mhz þurfa að passa upp á tíðnimálin. EKKI kveikja á fjarstýringunni eða módelinu fyrr en búið er að kanna hvort aðrir flugmenn séu á sömu tíðni!
Æskilegt er að þeir sem geti komi með módel á 2.4 Ghz, það minnkar líkurnar á slysum og kemur í veg fyrir loftnetsskylmingar flugmanna.

Reglur
1. Flugmenn eru þarna á eigin ábyrgð. Festist vélar í loftinu þá þurfa flugmenn sjálfir að sjá um að nálgast þær.
2. Rafhlöður má EKKI hlaða í salnum!
3. Snyrtileg umgengni er algjört skilyrði, ekki skilja neitt eftir nema það sé ofan í ruslatunnu.
4. Sé ekki farið eftir þessum reglum og/eða húsreglum, getur viðkomandi átt á hættu að vera vísað út úr húsinu.
Vonast til að sjá sem flesta. Þurfum síðan að funda um framhaldið eftir tímann(KFC í 200 metra fjarlægð).
Mikilvægt að þeir sem voru búnir að láta Magga vita komi.
kv.
Magnús K og Sverrir
Sjáið stærðina á húsinu.
