
Til hamingju.
Þú getur skilað til hennar frá okkur að flugmódelfíklar eru afskaplega góðir eiginmenn, að minnsta kosti þegar þeir fá nægilega útrás fyrir hobbíið

Þegar þeir koma heim eftir góðan dag á módelvellinum þá eru þeir til í hvað sem er fyrir frúna, hvort sem það er að ryksuga alla íbúðina eða eitthvað annað skemmtilegt.
Eitt verða þær þó að vita og virða. Þær mega aldrei spyrja að fyrra bragði hvernig gekk og þær mega alls ekki spyrja hvað gerðist ef þær taka eftir balsabrotum í skottinu á bílnum. Bara láta eins og ekkert sé og sjá til þess að það sé fljótlega til smá peningur fyrir nýrri vél.




