Photoshop 5 er kannski ekki rétta nafnið á Photoshop CS5. Maður vann 12-14 tíma á dag árum saman í prentsmiðju í Photoshop 5 og þar áður í Photoshop 4. Síðan hefur maður unnið við Photoshop allar útgáfurnar og stundum hefur sumum hlutum farið aftur þar á bæ meðan aðrir hafa batnað. Ég hef haft mitt lifibrauð af þessu forriti lengi. Félagsskýrteini FMS, FMFA og Þyts hef ég síðustu árin hannað í Photoshop. Ég hef nefnilega ekki gefið mér tíma tila ð læra á Illann því eins og menn vita þá keypti Adobe fyrirtækið macromedia og lagði niður forritið Freehand.
Photoshop, Freehand og Quark Express voru heilög þrenning á árum áður. Eftir sjá í Freehand en engin eftirsjá í Quark. Kvarkurinn var leistur af af Adobe Indesign minnir mig.
Já þessi content-aware filter virðist vera nokkur sniðugur. Annars hafa langflest nýju tólin síðustu ár ekki bætt miklu við, bara gert sömu hluti enþá fljótlegri. Healing brush tólið er stundum ekki besta lausnin, oft betra að gera hlutina handvirkt. Þetta er bara spurning hvað menn hafa mikinn tíma.
Sniðugur strákurinn í neðra myndbandinu

Já þessi pistill varð nú lengri en ég ætlaði mér
