Ég er með háleit plön um að koma mér upp hraðsmíðaðri bensínrellu(m) þegar líður á sumarið.
Ef einhver er að fara að panta svona, þarna Kínverjamótora, þá væri ekki viltaust að panta nokkra í einu til að spara í flutningsgjöldum, eða hvað?. Ég væri til í að vera með í að flytja inn einn eða tvo 40-50cc hreyfla með tilheyrandi.
Ef einhver er í svona hugleiðingum og sér að þetta komi betur út svona þá sendið mér orðsendingu hér í þessu vefkerfi.
Kannski einhver annar hafi áhuga á að vera með í pöntun á svona spytum í kassa, þá ætla ég að panta í hana bráðlega og fleiri gætu þá verið með í dæminu. Þetta er ótrúlega sniðugt kit sem er mjög fljótlegt að hnoða saman. Fékk lánað myndband hjá Gauja af Steve Holland að raða saman einni og held ég sé fallinn...

kv
Börn Geir