Flugmódelfélagið Þytur fagnar 40 ára afmæli á árinu og í tilefni af því verður efnt til flugsýningar á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ laugardaginn 10.júlí frá kl.13-16.
Allt það besta í sportinu verður til sýnis, sérstakur gestur Ali Machinchy. Taktu daginn frá!
Auglýsingaspjald fyrir sýninguna, áhugasamir geta náð sér í pdf skjal og prentað út og hengt upp á vinnustöðum og út í bæ(munið bara að fá leyfi). Svo fer þetta líka bara svo vel upp á vegg í tómstundaherberginu.