Þar sem ég þykist ráða þessu, þá hef ég ákveðið að módelið skuli á íslensku heita "Fjósamaður" með stóru F-i. Það líkist enska nafninu, fer vel í munni og á vel við hið klassíska hlutverk fyrirmyndarinnar, að starfa við áburðardreifingu. Hugmyndina að nafninu á Ágúst, sem nú er einn af eigendum svona spýtnastafla.
Gaui má reyndar alveg halda áfram að slá um sig og segja "Farmhand" upp á útlensku.
Í fyrri þræði var umræða um "kittið" og úr varð að panta átta stykki sem fengust með nokkrum afslætti. Nú eru þær allar komnar í hendur eigenda sinna og sjálfur hef ég verið að stelast til að líma eina og eina spýtu þrátt fyrir hörð mótmæli konunnar sem vill frekar hafa mig úti í góða veðrinu. Það er svo sem nokkuð til í því.
Ég fór up á Sandskeið í gær, bæði til að fara í smá flugtúr og svo myndaði ég TF-MEL, Piper Pawnee sem er eins og fyrirmynd að Fjósamanninum okkar.
Datt í hug að hafa hana sem fyrirmynd að útliti. Auðvitað er þetta ekki skalamódel en líkist þó. Sérstaklega var ég að velta fyrir mér hjólastellinu. Kannski best að smíða undir hana??
Svo er spuring hvort maður breytir stélinu??











