Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Það verður gaman að sjá myndir af tilbúinum módelum. Og svo setum við þær í dóm götunar og dæmum hvaða módel er best smíðað.
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Mig vantaði að setja hjólastell undir Fjósamanninn og þar sem ég átti leifar af Volvo stuðara undir borði datt mér í hug að tékka hvort ég gæti efnað úr honum í eitt sett. En fyrst þurfti ég að finna út hvað það ætti að vera stórt. Það eru engar leiðbeiningar um það og Steve bendir bara á að maður geti notað afgangs stell eða keypt nýtt.
Eina leiðin til að ákvarða stærðina var að nota teikninguna sem fylgir. Ég mældi hæðina á stellinu þar og reyndi að finna samsvarani vegalengd sem ég gæti mælt á módelinu. Hér sést hvar ég mældi:
Nú teiknaði ég upp stell sem passar á skrokk sem er 23 sm á breidd og á að vera u.þ.b. 19 sm í mitt dekkið. Það varð strax ljóst að ég gat ekki fengið heilt stell úr stuðaranum, svo ég ákvað að snikka það í tvennu lagi. Hér er ég búinn að teikna annan helminginn á stuðarann:
Nú var bara að fá sér skurðarskífu í slípirokkinn og skera út tvo stellhelminga:
Hér er ég búinn að sverfa til með þjöl, þrífa ryðvörnina af (já, þykkt lag að Techtyl !) beygja og setja dekk á:
Og hér er svo stellið komið undir. Bara ágæt, þó ég segi sjálfur frá.
Ég notaði tækifærið og setti togkrók eins og Dr.B gerði. Þeir virka fínt þessir: ég er búinn að prófa svona áður.


Eina leiðin til að ákvarða stærðina var að nota teikninguna sem fylgir. Ég mældi hæðina á stellinu þar og reyndi að finna samsvarani vegalengd sem ég gæti mælt á módelinu. Hér sést hvar ég mældi:

Nú teiknaði ég upp stell sem passar á skrokk sem er 23 sm á breidd og á að vera u.þ.b. 19 sm í mitt dekkið. Það varð strax ljóst að ég gat ekki fengið heilt stell úr stuðaranum, svo ég ákvað að snikka það í tvennu lagi. Hér er ég búinn að teikna annan helminginn á stuðarann:

Nú var bara að fá sér skurðarskífu í slípirokkinn og skera út tvo stellhelminga:

Hér er ég búinn að sverfa til með þjöl, þrífa ryðvörnina af (já, þykkt lag að Techtyl !) beygja og setja dekk á:

Og hér er svo stellið komið undir. Bara ágæt, þó ég segi sjálfur frá.

Ég notaði tækifærið og setti togkrók eins og Dr.B gerði. Þeir virka fínt þessir: ég er búinn að prófa svona áður.


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
[quote=Gaui]Vídeologgurinn er hreinasta snilld Doktor Björn. Ef ég ætti vídeokameru, þá myndi ég herma þetta eftir þér.[/quote]
Gaui - ég get glatt þig með því að þú átt nú hér með ágæta HD vídeókameru. Hún er bara svolítið utan seilingar enn
Gaui - ég get glatt þig með því að þú átt nú hér með ágæta HD vídeókameru. Hún er bara svolítið utan seilingar enn

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Ég bíð með heilan andahóp í hálsinum. 

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Það styttist í fyrsta flug í þessum smíðaþræði:
http://www.rcmf.co.uk/4um/index.php/topic,67654.0.html
Steve Holland fylgist með og gefur gór ráð.
http://www.rcmf.co.uk/4um/index.php/topic,67654.0.html
Steve Holland fylgist með og gefur gór ráð.
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Þá er ég búinn að sækja mótorinnn sem ég ætla í Fjósamanninn (gárungarnir hér fyrir norðan eru farnir að kalla þetta Sveitavarginn, en við tökum nú ekki mikið mark á þeim!). Það er Moki 45 sem ég var með í Sopwithg Pup. Þar sem nokkuð er liðið á 2007, þá ákvað ég að nota notað í staðinn fyrir að kaupa nýtt.
Þá var hægt að smíða vélarhlíf, en hún er algerlega úr timbri og smokkast yfir mótorinn:
Og hér er svo vélarhlífin komin á.
Ég er búinn að reikna út hvað ég þarf af efni í vænginn og þarf líklega að punga út með um tíu kjarvala fyrir því. Sjáum til eftir helgi.

Þá var hægt að smíða vélarhlíf, en hún er algerlega úr timbri og smokkast yfir mótorinn:

Og hér er svo vélarhlífin komin á.

Ég er búinn að reikna út hvað ég þarf af efni í vænginn og þarf líklega að punga út með um tíu kjarvala fyrir því. Sjáum til eftir helgi.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Siggi Dags
- Póstar: 226
- Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Einfalt virkar oftast best 

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Hafa menn eitthvað spáð í hvort þeir ætli að hafa vænginn í tveim hlutum eða ekki? Hann er 220 cm langur og því ekki auðvelt að flytja hann í einu lagi.
Fyrir 20 árum smíðaði ég Ultra-Hots eftir eikningu. Gert var ráð fyrir að 200 cm vængurinn væri í einni lengju, en ég smíðaði hann þannig að uðvelt yrði að flytja hann í tveim 100 cm hlutum.
Myndir af vélinni má sjá hér.
Vængur Fjósamannsins er með dihedral, en Ultra-Hots er beinn.
http://www.agust.net/rc/Ultra-Hots/
Fyrir 20 árum smíðaði ég Ultra-Hots eftir eikningu. Gert var ráð fyrir að 200 cm vængurinn væri í einni lengju, en ég smíðaði hann þannig að uðvelt yrði að flytja hann í tveim 100 cm hlutum.
Myndir af vélinni má sjá hér.
Vængur Fjósamannsins er með dihedral, en Ultra-Hots er beinn.
http://www.agust.net/rc/Ultra-Hots/
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn
Ég ætla að hafa vænginn í tveimur hlutum og er að hugsa um að fylgja ráðum herra Holland. Hann talar um að útbúa samsetningarbitana úr kolfíberplötum sem ná tvö rifjabil inn í vænginnn Það ætti að vera frekar einfalt en kostar að kaupa kolfíberplötur og samlíma í 6mm þykkt efni til að saga út bitana úr.
Var að velta fyrir mér hvort hægt væri að hafa hann í þremur hlutum, einn beinan undir vélinni með flöpsunum á og svo hallandi hluta þar fyrir utan en slík breyting mundi krefjast meiri hönnunarvinnu.
Eins og venjulega þá þýtur Gaui fram úr manni
Sjálfur er ég stopp í bili, kemst ekki í gang aftur fyrr en í septemberbyrjun,,, vonandi. Verð í útlandinu allan ágúst svo þið verðið bara að skemmta ykkur án mín á Costa del Mel 
Var að velta fyrir mér hvort hægt væri að hafa hann í þremur hlutum, einn beinan undir vélinni með flöpsunum á og svo hallandi hluta þar fyrir utan en slík breyting mundi krefjast meiri hönnunarvinnu.
Eins og venjulega þá þýtur Gaui fram úr manni


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken