Hlutirnir eru farnir að taka við sér og allt að fara í gang aftur. Balsabunkinn og aukahlutirnir eru komnir frá Englandi:
Ég ætlaði að byrja á því að setja saman vængskinnið, en það er hvergi í leiðbeiningunum sagt hversu langt það þarf að vera. Ég tók því eina Cyparis spýtuna og raðaði rifjunum upp á hana eins og ég væri að smíða vænginn:
Þetta var svo þétt á, bæ þö vei, að ég gat tekið vænginn upp á bitanum og hann datt ekki í sundur.
Nú var lítið mál að bregða málbandinu á vænginn og hann reyndist vera rúmlega 101 sm á lengd:
Ég útbjó skurðarmáta með 45 gráðu halla til að skera endana af nokkrum balsaborðum svo ég gæti lengt þau:
Og svo var bara að líma nýja enda á til að fá lengdina úr 36 tommum upp í 110 sm.
Á morgun ætla ég að líma saman skinnið og byrja að raða vængnum á það. Fylgist með.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði