...í Eyjafjörðinn.
Ég var tilneyddur að fara norður að hitta fólk um daginn svo auðvitað skipulagði ég það þannig að maður gæti litið í flugmódelsmiðjuna hjá Gauja og kompaní á fimmtudagskvöldinu. Þá koma þarna saman hin mestu ólíkindatól, sumir til að smíða og aðrir til að,,, ja hvaðeina sem þykir skemmtilegt og upplyftandi þá stundina.
Í stað þess að skrifa ferðasögu sem hefði kannski byrjað einhvern vegin svona:
"Klukkan 20:36:43 renndi ég upp snarbratta heimreiðina að Grísará. Á hlaðinu mætti manni yndislegur balsailmurinn, blandaður með smávegis Bragakaffikeim og mjólkurkexangan.... "
og svo framvegis...
Þá fannst mér meira viðeigandi að beita nútíma tækninni til hins ýtrasta og leggja hér á borð almennilegt vídeijóblogg.
Þar sem ýmislegt flaug þarna milli manna sem ekki er hollt að berist í heyrnartól okkar kæru kvenna þá klippti ég burt mikið af gamanmáli, lygasögum, smíðagorti, hálflognum flugæfintýrum og besserwisserblaðri og læt ég nægja að sýna hér nokkur stutt bloggatriði sem lýsa ansi vel því sem fram fer við þessar fimmtudags-seremóníur.
Smá svínarí:
Nefræn háreyðing:
Meindýrameðferð:
Af óargadýrum:
Afleiðingar kreppunnar?:
Og loks lítil spennusaga:
Vídeóblogg frá ferðalagi norður og niður...
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Vídeóblogg frá ferðalagi norður og niður...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Vídeóblogg frá ferðalagi norður og niður...
Svona ferðasaga segir meira en þúsund orð