Menn hafa verið að klúðra límingunum, ekki spurning. Þú þarft að nota þunnt sýrulím(líka til sérstakt lamalím frá BSI, fæst t.d. í Handverkshúsinu), gott er að bora 2mm gat inn í timbrið fyrir miðri löm svo límið komist vel inn, sumar lamir eru með rauf í miðju einmitt út af þessu.
Einnig er gott að strika miðja lömina með blýant eða vaxlit, þá verður hún sveigjanlegri og minni líkur á að hún brotni. Annað trix er að stinga mjóum prjónum í gegnum miðlínu lamarinnar svo þú ýtir henni ekki inn við samsetningu.
Lömin þarf líka að límast á sama tíma í báða fletinu, ekki skal líma hana t.d. í hallastýrið og setja það svo á vænginn og líma aftur. Heldur setja fletina saman og líma lömina í báða fleti báðu megin frá. Svo þarf líka að passa að raufin sem er skorin sé alls ekki of víð fyrir lömina.
Það er misjafnt eftir servóum hvað þau þola mikla spennu, það eru líka til servó frá öðrum framleiðendum með sömu skilyrðum. Fullhlaðnar fjögura sellu rafhlöður fara langt í 6 voltin, 5 sellu enn ofar. Það er hægt að keyra tegundirnar sem þú nefnir niður með spennubreytum, getur notað þær óhræddur þannig þó þær séu ekki NiCad.
Bara til gamans þá er hérna mynd af tveimur vélum sem eru með sýrulímslamir og hanga enn.
