Enn er komið vor og einhverjar fréttir af komu Kríunnar. Nú fer að koma að því að halda Kríumót, trúlega elstu flugkomu sem haldinn er á vegum Flugmódelfélagsins Þyts. Dagsettningin er 14 Maí. Spurning hvort við höldum hástartmót, eða höfum þetta "bara" flugkomu. Það fer eftir því hver áhugi manna er. Til að halda hástartmót þarf bæði keppendur og starfsmenn. Eins og staðan er í dag er vitað um tvo, eða þrjá, keppendur og einn, eða tvo starfsmenn. Gott væri að heyra frá áhugasömum, annað hvort á þessum þræði, eða bara að hringja.
Kveðja,
Frímann, Guðjón, Hannes
Kríumótið 2011
Re: Kríumótið 2011
Stefnum á æfingu fyrir Kríumót á Höskuldarvöllum kl 19:00 fimmtudaginn 12/5
Guðjón, Frímann, Hannes
Guðjón, Frímann, Hannes
Re: Kríumótið 2011
Allir að nýta góða veðrið ,meðan það er!!
Veðurspáin er með besta móti fyrir kvöldið.
Upplagt tækifæri fyrir ALLA sem eiga Glider-vélar (svif-vélar)
að mæta með þær í kvöld og hita upp fyrir Kríumótið.
Rikið verður dustað af spilinu góða.
Veðurspáin er með besta móti fyrir kvöldið.
Upplagt tækifæri fyrir ALLA sem eiga Glider-vélar (svif-vélar)
að mæta með þær í kvöld og hita upp fyrir Kríumótið.
Rikið verður dustað af spilinu góða.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélag Suðurnesja
Re: Kríumótið 2011
Það er með þessar utanlandsferðir hjá mér maður en ef ég hefði verið á landin þá væri ekki spurning um að ég mætti eins og ég hafði gaman af þvi að sjá þetta i fyrra.
Gangi ykkur öllum vel
Kv
Lalli
Gangi ykkur öllum vel
Kv
Lalli
Re: Kríumótið 2011
Vel lukkuð æfing. Vorum 4 og tókum ca. 3 flug á mann. Ótrúlega góð skylirði. Við náðum nokkrum löngum flugum (yir 10 mín). Myndavélin heima og ég í vinnunni.
Re: Kríumótið 2011



Re: Kríumótið 2011
Hannes, Frímann og Guðjón eiga þakkir skyldar fyrir að halda enn eitt frábært svifflugmótið.
Ekki leit út fyrir að hann myndi haldast þurr lengi og ekki víst að gæfist tími í hraðaflugið, því voru engar markstangir settar upp í byrjun. Eftir að búið var að spá í breytilegar vindáttir var gengið frá spilbúnaði og Hannes mótsstjóri lét draga um röð keppenda og byrjað strax á tímafluginu.
Ekki voru flugskiliyrði eins góð og á æfingunni á fimdudagskvöldið 12. maí. Lítið termik en stundum hægt að finna fjallabylgjur. Eftir tvær umferðir í tímaflugi var tekið matarhlé. Þegar þriðja umferð hófst fór veðurútlitið mjög versnandi, það sást til skúrabakka allt í kring um Höskuldarvelli, Keilir horfinn í rigningarmóðu og leit ekki vel út um framhaldið.
Fyrsta svifflugan í þriðju umferð í tímaflugi flaug inn í skúrabakka og menn göntuðust um blindflugsréttindi. Þá var tekið hlé á keppninni meðan fyrsti rigningarskúrinn gekk yfir keppnisstaðinn og voru menn að tala um að nú væri þetta búið og sumir voru byrjaðir að pakka saman en þá fór að rofa til og hætti að rigna og keppnin hélt áfram og þriðja umferð í tímaflugi kláruð.
Haldinn var fundur um hvort ætti að hætta eða láta slag standa og setja upp markstangirnar. Markstangir fyrir tímaflugið voru settar upp en nokkuð þröngt var fyrir B hliðið það var komið ansi nærri hæðardragi, en Það slapp til og hraðflugs keppning gat hafist.
Þegar hraðaflugið er, þarf ef vel á vera bæði starfsmenn í hlið og tímatöku en þeir voru ekki til staðar því þurftu keppendur að sinna öllum störfum, og voru orðnir nokkuð lúnir eftir öll hlaupin en kvörtuð ekki.
En veðrið tók mjög að batna og var komið sólskin og sást í heiðbláan himininn og frábært flugveður. Flognar voru þrjár umferðir í hraðaflugi og ákveðið að bæta 4. umferð við og klára síðan mótið með fjórðu umferð í tímaflugi.
Um hálf fimm leytið tók smá saman aftur að þykkna upp og fór að rigna um hálf sex leytið en þá var mótið búið og ekið heim á leið rétt fyrir sex í rigningu.
Ekki leit út fyrir að hann myndi haldast þurr lengi og ekki víst að gæfist tími í hraðaflugið, því voru engar markstangir settar upp í byrjun. Eftir að búið var að spá í breytilegar vindáttir var gengið frá spilbúnaði og Hannes mótsstjóri lét draga um röð keppenda og byrjað strax á tímafluginu.
Ekki voru flugskiliyrði eins góð og á æfingunni á fimdudagskvöldið 12. maí. Lítið termik en stundum hægt að finna fjallabylgjur. Eftir tvær umferðir í tímaflugi var tekið matarhlé. Þegar þriðja umferð hófst fór veðurútlitið mjög versnandi, það sást til skúrabakka allt í kring um Höskuldarvelli, Keilir horfinn í rigningarmóðu og leit ekki vel út um framhaldið.
Fyrsta svifflugan í þriðju umferð í tímaflugi flaug inn í skúrabakka og menn göntuðust um blindflugsréttindi. Þá var tekið hlé á keppninni meðan fyrsti rigningarskúrinn gekk yfir keppnisstaðinn og voru menn að tala um að nú væri þetta búið og sumir voru byrjaðir að pakka saman en þá fór að rofa til og hætti að rigna og keppnin hélt áfram og þriðja umferð í tímaflugi kláruð.
Haldinn var fundur um hvort ætti að hætta eða láta slag standa og setja upp markstangirnar. Markstangir fyrir tímaflugið voru settar upp en nokkuð þröngt var fyrir B hliðið það var komið ansi nærri hæðardragi, en Það slapp til og hraðflugs keppning gat hafist.
Þegar hraðaflugið er, þarf ef vel á vera bæði starfsmenn í hlið og tímatöku en þeir voru ekki til staðar því þurftu keppendur að sinna öllum störfum, og voru orðnir nokkuð lúnir eftir öll hlaupin en kvörtuð ekki.
En veðrið tók mjög að batna og var komið sólskin og sást í heiðbláan himininn og frábært flugveður. Flognar voru þrjár umferðir í hraðaflugi og ákveðið að bæta 4. umferð við og klára síðan mótið með fjórðu umferð í tímaflugi.
Um hálf fimm leytið tók smá saman aftur að þykkna upp og fór að rigna um hálf sex leytið en þá var mótið búið og ekið heim á leið rétt fyrir sex í rigningu.
Re: Kríumótið 2011
Til gamans um Kríumótið 2011.
Af 6 mín. hámarkstíma, bestu tímaflugin:
1. tími 5.59 mín. flugm. Böðvar Guðmundsson
2. tími 5.58 mín. flugm. Guðjón Halldórsson (tíminn var 6.02 eða -2 sek. í refsistig)
Hæstu lendingarstigin:
1. 0.62 meter frá miðju. max stig. flugmaður Jón. V. Pétursson
2. 1.60 meter frá miðju. flugmaður Jón V. Pétursson
Hröðustu flugin:
1. 23.40 sek. að fljúga 4 x 150 metra = 92.30 KM meðalhraði. flugm. Böðvar
2. 24.56 sek. að fljúga 4 x 150 metra = 87.94 KM meðalhraði. flugm. Böðvar
Af 6 mín. hámarkstíma, bestu tímaflugin:
1. tími 5.59 mín. flugm. Böðvar Guðmundsson
2. tími 5.58 mín. flugm. Guðjón Halldórsson (tíminn var 6.02 eða -2 sek. í refsistig)
Hæstu lendingarstigin:
1. 0.62 meter frá miðju. max stig. flugmaður Jón. V. Pétursson
2. 1.60 meter frá miðju. flugmaður Jón V. Pétursson
Hröðustu flugin:
1. 23.40 sek. að fljúga 4 x 150 metra = 92.30 KM meðalhraði. flugm. Böðvar
2. 24.56 sek. að fljúga 4 x 150 metra = 87.94 KM meðalhraði. flugm. Böðvar
Re: Kríumótið 2011
Já vel heppnaður dagur og takk fyrir pistilinn Böðvar. Böðvar fár alveg á kostum í tímafluginu, reyndar held ég að ég hafn náð míum besta fram að þessu.
Svo er bara spurning hvort einhver tekur að sér að halda Íslandsmót.
Kveðja úr 32°C í Izmir / Tyrklandi,
Guðjón
Svo er bara spurning hvort einhver tekur að sér að halda Íslandsmót.
Kveðja úr 32°C í Izmir / Tyrklandi,
Guðjón