En nú vantar mig góð ráð. Vængurinn er svona hefðbundinn flugvængur með vænghafi u.þ.b. 1220 mm og þyngdin skv teikningu 500 - 900 gr. Vængprófíll er Sipkill 17,1/10B.
Hvers konar samsuða (mótor/ESC/lipo) gæti passað í þessa vél? Inrunner/outrunner? Brushless?
Skv. smágúggli dettur mér í hug 300 - 400 w inrunner brushless mótor með 3S lipo og ESC sem ræður við ca 25% meiri Amper en mótorinn tekur.
Eða er ég alveg úti á túni með þetta combo? Halli Zagisérfræðingur?
Kveðjur,
Árni Hrólfur
