Ég pantaði mér 13,8 volta aflgjafa frá Galaxy
http://www.galaxymodels.co.uk/new/resul ... ccessories
Ég valdi þennan með ampermælinum, en sá litli svarti hefði verið nægilegaq stór.
Allir aflgjafarnir eru af "switch mode" gerð, og því mun léttari en eldri gerð sem er með þungum spennubreyti.
Það er mikill munur að geta stungið hraðhleðslutækjunum í samband án þess að vera að þvælast með bílarafgeymi.
Heima í bílskúrnum er ég með gamlan 230V/12V/15A aflgjafa. Hvað notið þið?


