13,8V aflgjafar

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Agust »

Í sveitinni hef ég lengi verið að vandræðast með hleðslutækin mín. Öll ganga þau á 12 voltum og þurfa allt að 5 ampera straum. Ég hef notast við 12V bílarafgeymi og hlaðið hann reglulega með gömlu hleðslutæki. Nú var geymirinn orðinn ónýtur, þannig að eitthvað þurfti að gera í málinu.

Ég pantaði mér 13,8 volta aflgjafa frá Galaxy
http://www.galaxymodels.co.uk/new/resul ... ccessories

Ég valdi þennan með ampermælinum, en sá litli svarti hefði verið nægilegaq stór.

Allir aflgjafarnir eru af "switch mode" gerð, og því mun léttari en eldri gerð sem er með þungum spennubreyti.

Það er mikill munur að geta stungið hraðhleðslutækjunum í samband án þess að vera að þvælast með bílarafgeymi.

Heima í bílskúrnum er ég með gamlan 230V/12V/15A aflgjafa. Hvað notið þið?


Mynd


Mynd


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Gamlan(?) 240v->12v/5A, 5kg hlúnk sem ég keypti á sínum tíma til að hafa nota NMT farsíma í bústaðnum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Sverrir »

230V/13.8V/10A sem var keyptur til að nota með hleðslutæki.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3823
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Gaui »

Var að kaupa þennan í gær í Íhlutum á Skipholti. Afar sanngjarnt verð, um þrír og hálfur Kjarvall
Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Agust »

Þetta er alldeilis gott verð hjá Eyþóri. Óþarfi að leita út fyrir landsteinana, eða sækja vatnið yfir lækinn!
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Sverrir »

Gaui þessi er nú bara alveg eins og minn :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3823
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Gaui »

Sverrir:
Great minds think alike ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hmmm... var að líta betur á framhliðina á mínum og þar stendur reyndar 13.8 volt en ekki 12 eins og ég hélt.
Bara svona í fáfræði...hvaðan kemur þessi tala? Af hverju 13.8 en ekki 12? ( eða 13,7 eða 14 eða... )
Ég er viss um að Ágúst kann að útskýra hana.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Agust »

Ef hleðsluspenna 12 volta blýrafgeymis er 13,8V (2,3 volt per sellu) þá nær rafgeymirinn að fullhlaðast án þess að gas (vetni og súrefni) myndist við skautin. Gas myndast ef spennan er hærri. Með þessari spennu er óhætt að hafa rafgeyminn tengdan hleðslutækinu um ótakmarkaðann tíma án þess að hann skemmist. Hann helst einfaldleag fullhlaðinn (float charge)

Þannig má hlaða rafgeyminn í field boxinu með því að tengja hann við 13.8V

Sjá http://www.batteryuniversity.com/partone-13.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 13,8V aflgjafar

Póstur eftir Sverrir »

Fyrir þá sem hafa gaman af að gera hlutina sjálfir, http://web2.murraystate.edu/andy.batts/ ... supply.htm

En endilega lesið vel síðuna ef þið ætlið að hella ykkur út í þetta, það er ekkert grín að vera með svona þétta ef e-ð misferst!
Icelandic Volcano Yeti
Svara