Í öðru fluginu rakst spaðinn í jörðina í lendingu, sem var ekkert slæm, og mótorfestinginn sem er úr plasti hrökk í sundur, þó svo að höggið væri lítið. Í ljós kom við skoðun að svona plastgálgar henta varla fyrir svona stóran mótor.
Ástæðan var að "prop clearance" var allt of lítið.
Ég skipti um mótorfestingu og setti í staðinn forláta festingu úr málmi með innbyggðum gúmmípúðum.
Breytti spaðanum úr 3x15x8 í 3x14x9.
Setti stærri hjól á vélina. Ég átti reyndar ekkert nema risastór hjól, nánast "tundra tires" að stærð, en ákvað að prófa. Þetta eru auðvitað ekki ekta uppblásin blöðrudekk, heldur 6" ultralight foam dekk.
Nú minnir þetta á flugvél sem maður sér einna helst í teiknimyndum...
