Úr Mogganum 2003:
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2003/0 ... tlantshaf/
Pínulítil módelflugvél er á leið með að verða fyrsta flugvél sinnar tegundar til að fljúga yfir Atlantshafið. Hún var hönnuð af 77 ára blindum og nær heyrnarlausum bandarískum manni, Maynard Hill, sem heima á í Pennsylvaníu.
Búist er við að flugvélin, sem er af gerðinni TAM-5, lendi í dag á Mannin-strönd í Connemara Gaeltacht. Írskir radíóamatörar hafa aðstoðað Hill en þeir munu nema merki frá vélinni er hún nálgast strendur Galway-héraðs og þannig leiðbeina henni inn til lendingar.
Flugvélinni var hleypt á loft á Nýfundnalandi á laugardagskvöld klukkan 22:15 að staðartíma, rúmlega miðnætti að íslenskum tíma í fyrrinótt. Klukkan 11 að íslenskum tíma í dag hafði hún lagt að baki 1.612 sjómílur.