Bilaður rofi í módeli

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bilaður rofi í módeli

Póstur eftir Agust »

Fyrir þrem vikum var ég að fljúga gömlum Kyosho Cap232. Hann gæti verið frá því um 1998. Eftir tvö flug varð ég var við truflanir og sá að ljósdíóðuspennumælirinn sýndi grunsamlega lág gildi þegar ég hreyfði stýripinnana. Ég tengdi módelið við hleðslutækið, hlóð rafhlöðuna, og afhlóð síðan. Þá sá ég að spennan sem hleðslutækið sýndi var mjög lág þegar álagið var um 1,5A. Ég taldi að rafhlaðan væri farin að gefa sig og setti nýja rafhlöðu í vélina núna um helgina.

Ég flaug síðan þrjú flug í gær, en varð annað slagið var við truflanir. Í þriðja fluginu keyrði um þverbak og lenti ég snarlega. Þar sem ég var með splunkunýja 1100 mAh rafhlöðu hlaut þetta að vera eitthvað annað en ég hafði talið. Eftir nokkrar vangaveltur beindist athyglin að rofanum. Þegar ég hreyfði við honum féll spennan á ljósdíóðumælinum greinilega. Oftast lítið, en stundum allnokkuð. Þetta var greinilega ekki hreint sambandsleysi, heldur líkara óhreinindum á snertum rofans sem orsökuðu spennufall.

Ég tengdi síðan gömlu rafhlöðuna (ársgömul 1100 mAh rafhlaða) beint við hleðslutækið, og virtist þá allt vera í lagi. Þetta styrkir mig í trúnni að rofinn sé bilaður og samband um hann orðið lélegt. Auðvitað verður vélinni ekki flogið fyrr en búið er að skipta um rofa.

Sem sagt, það sem ég taldi fyrst vera radíótruflun, síðan slappa rafhlöðu, virðist vera sambandsleysi í rofa. Rofinn gæti verið um 8 ára, og virðist sem farið sé að falla á snerturnar. Bilunin virðist ekki gera vart við sig fyrr en servóin fara að draga straum, þannig að þetta er nokkuð lúmsk bilun.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
maggikri
Póstar: 5994
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Bilaður rofi í módeli

Póstur eftir maggikri »

Sæll Ágúst. Ég lenti í svipuðu máli með servóframlengingu í einni vél hjá mér(þessa framlengingu keypti ég í RC-búðinni á sínum tíma sem afsláttarframlengingu á góðu verði). Þessi framlenging var Futaba eftirlíking sem er búin að kosta mig tvær flugvélar í jörðina. Ég notaði framlenginguna í hallastýri. Hallastýrið missti samband öðru hverju og endaði með því að vélin fór í jörðina, þar sem sem servóið festist alltaf í beygju. Svo þegar ég fór yfir hlutina eftir krassið þá virkaði allt vel. Í fyrsta krassinu hélt ég að þetta væri radio truflun, en í því seinna var mig farið að gruna að eitthvað væri að hallastýrinu og þá kom í ljós að þessi "ódýra" framlenging væri að stríða mér, þar sem female hausinn var farinn að losna. Þetta er stórhættulegt og ráðlegg ég mönnum sem eru með þessar afláttarframlengingar að henda þeim sem fyrst úr vélunum sínum.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bilaður rofi í módeli

Póstur eftir Agust »

Ég skipti um rofa í kvöld og virðist spennumælirinn nú haldast uppi, en ekki falla þegar ég hreyfi pinnana. Ég á eftir að prófa vélina á flugi hér í sveitinni eftir viðgerðina.

Ég er sammála Magga varðandi eftirlíkingar. Ég lenti í mjög svipuðum málum fyrir um fimm árum. Þá var einmitt mikið sambandsleysi í framlengingarsnúru, sem hvorki var Futaba né JR. Það borgar sig ekki að spara á þessum vettvangi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Bilaður rofi í módeli

Póstur eftir Þórir T »

hmmm
Hvar eru heimasmíðaðar snúrur í röðinni? :-) bara af því að ég veit að þó nokkrir smíða orðið sýnar snúrur sjálfir...

mbk
Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bilaður rofi í módeli

Póstur eftir Sverrir »

Fer sennilega eftir því hver smíðar þær ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara