Allt annað líf:

Í síðustu viku var fyrsta þotuflugið í Grindavík framkvæmt af undirrituðum, vindátt var hagstæð og hægt að fara í loftið til austurs.
Í dag var vestanátt sem gerir aðflugið svolítið krefjandi sökum þess að húsið mitt er við brautarendann:

Eftir að búið var að færa GOA (God of Aviation) fórn, kveikja á reykelsi og signa sig, var þotuhreyfillinn ræstur og Intro fór í loftið
Frúin var fengin til að documenta atburðinn, hún týndi Intro nokkrum sinnum en þetta er þó sönnun þess að það er hægt að lenda þotu til vesturs bak við hús...
(Available in HD)
Samtals voru tekin 4 flug á Extru300 og 3 á Intro - frábær dagur

Kveðja,
Ingólfur