Einn partur af sviffluginu er hástart eða þegar svifflugan er dregin á loft með rafmagnsspili. Margir módelmenn hafa reynslu af þessu og væri gaman að fá smá umræðu þennan þátt í sviffluginu hér.
Aðeins um flapperone.
Þegar flapperone er notað i spilstartinu eru hallastýrin látin fara niður með flöppsunum en þó ekki meira en 50% af hreyfingu flappsana. Þegar flapperone er notað eykst liftið í vængunum það mikið að hætta er á að svifflugan fari aftur fyrir sig og losni úr spil króknum, því þarf jafnframt að stilla hæðarstýrið niður eða framm á við. Svifflugan fer mjög bratt upp þótt ekki sé spilað mikið inn.
Gott að nota flapperone í flugstartinu þegar vindur er lítill.
Butterfly er frábær stilling þegar þarf að lækka flug svifflugunar bratt án þess að svifflugan auki hraðan sem hún annars mundi gera.
Hér er Butterfly notað í bröttu aðflugi.
Butterfly er notað til að hægja á svifflugu fyrir lendingu. Butterfly innslagi stjórnað með bensínpinnanum, hæðarstýrið er stillt þannig að það fer líka niður.