Hér setti ég bæði sendinn og viðtækið í 2ja metra hæð yfir jörð. Hámarks vegalengdin er 10.000 metrar eða 10 km.
Blái ferillinn er eins og deyfingin ætti að vera ef jörðin truflaði ekki.
Bleiki ferillinn er deyfingin þegar sendir og viðtæki er í 2ja metra hæð. Miklu meiri deyfing.
Takið eftir að miðað við 120 db leyfilega deyfingu, þá er drægnin miðað við bláa ferilinn um 10 km,
en miðað við bleika ferilinn nær 2 km.

120 db viðmiðunin fæst með því að leggja saman sendiaflið (20 dbm) og næmi viðtækisins (101 dbm). Næmið er miðað við að 1% merkjanna tapist og gagnahraðinn sé 10.000 bitar á sekúndu (baud). Næmið er gefið upp 104 dbm við lægri gagnahraða, eða 2400 baud.