Mér varð samt um og ó þegar ég opnaði mótorinn og skoðaði stimpilinn. Það er greinilegt að Gremlininn mokar drullunni beint upp í blöndunginn í lendingum og síðan kjamsar mótorinn á mold og sandi. Það er spurning hvort maður ætti að setja einhverskonar lofthreinsara á hann í sumar. Þetta eru þokkalegar rispur þarna:


Annars leit allt þokkalega út þannig að það var engu að tapa með að reyna viðgerð. Það þarf ekkert svakalega mikið afl til þess að knýja Gremlininn áfram!

Ég prófaði svo mótorinn í gær og hann gengur lúsþýtt. Það má geta þess til gamans að inni í mótornum er nú dönsk króna, sem ég varð að grípa til að smíða varahlut úr!
Er maður nokkuð redneck?
Fyrir áhugasama læt ég fylgja myndbönd frá xjet, þar sem hann fer vel yfir það hvernig maður skiptir um legur í glóðarhausmótorum.
Kveðjur og gleðilegt nýtt ár,
Árni Hrólfur