[quote=Sverrir]Abbabbabb, mundu þetta eru Kínverjar, þessi er sennilega ekki nema einn og tíu á hæð!

[/quote]
Í hávísindalegri
könnun á hæð kínverja sem birtist í Zhonghua Liu Xing Bing Xue Za Zhi árið 2005 kom fram að meðalhæð karla sem bjuggu í borgum árið 2002 var 170,2 cm og kvenna 158,6 . Þar sem marktæk hækkun hafði orðið um rúma þrjá cm fyrir bæði kynin áratuginn þar á undan má gera ráð fyrir að sú hækkun hafi haldið áfram og nú, tíu árum seinna sé meðalhæð karla um 173 cm og kvenna um 162 cm.
Mér sýnist þetta vera stúlka sem stendur þarna við vænginn. Þar sem hún sennilega er borgarbúi og hefur að öllum líkindum náð 17 ára aldri og telst fullvaxin af kínverja að vera ætti hún sem sagt að vera um 162 cm á hæð.
Að mæla á myndinni virðist hún ná 3/4 af hæðinni upp í fremri brún efsta vængs. Út frá því má reikna að þangað upp séu um (162/3)x4 = 216cm.
Óvissustuðullinn í þessari mælingu er talsverður og alls ekki víst að stlkukindin sé 162 cm há svo það er aldrei að vita nema það séu engir tveir metrar upp á fremri vængbrún. Sem sagt alveg tilgangslaus útreikningur og álíka nákvæmur og getgátur um fylgi Samfylkingarinnar
Hehe...
Eins og þið kannski hafið getið ykkur til þá sit ég hér í "Gúlaginu" í Svíþjóð fjarri öllum flugmódelum og hundleiðist. Þá vaknar blaðurgleðin og bullþörfin. Þið verðið bara að umbera það.
Viðbót:
Þar sem það rofar stundum til í kollinum þrátt fyrir aldur og fyrri störf og einn öl með matnum áðan þá datt mér í hug að spyrja hana Wikipediu hversu há svona Fokker Dr.1 gæti verið. Og hún
vissi það auðvitað... 295 cm eða níu fet og átta tommur. 65% af því eru nákvæmlega 191,75 cm svo ég var ekki alveg fullkomlega úti að aka eða hvað? Stelpan er þá ekki nema nýlega orðin táningur samkvæmt niðurstöðum Yang, Li og félaga í Zhonghua Liu Xing Bing Xue Za Zhi.
