
Það lék grunur á að eitthvað hafi gefið sig í stjórnflötunum sem endaði með sundferðinni, og þess vegna var tekið á lömunum i stélinu sem enn voru heilar.
Við nánari athugun kom í ljós að lamirnar voru illa slitnar af langri notkun, og greinilega kominn tími á endurnýjun.
Það sýndi sig enn betur þegar ég var búinn að strippa klæðningunni af, það þurfti ekki mikið átak til að ýta löminni út:

En ekkert væl, gömlu blaðlamirnar voru grafnar út, smá balsi og spasl komu öllu í réttan gír. Þar sem ég var svo forsjáll að panta vænan skammt af stórskalalömum frá Hróbjarti sem áttu nú upphaflega að fara í flapsa á langtímaverkefni sem við tölum um síðar :p þá komu þær sér vel núna.
Pinnalamirnar þurfa smá meira kjöt til að límast vel, vænn slurkur af balsa reddar því:

Lamirnar mátaðar, lítur vel út


Hæðarstýrið mátað við, samt smá vinna eftir til að fá allt til að flútta vel saman:

Nokkrar mínútur með rúnnþöl:

Og allt smellur saman


Smá fylliefni, og smá stund með sandpappír:

Og síðan að henda klæðningu á


Meira síðar....