
Rauðhálsaredding
Re: Rauðhálsaredding
Þetta sett verður tekið í sveitina á morgun og látið virka. Sennilega verður vængurinn þó látinn snúa rétt svo hún verði þægilegri á flugi. Ekki verður þó gert step by step myndasería þar sem sennilega verður vængurinn nelgdur á með 3tommu nöglum úr gömlum uppslætti og vafið nokkra hringi með bláum baggaspotta. Nú ef eitthvað rifnar þá er það vafið með rúlluplasti. Rúlluplast er einstaklega gott í flugmódelbransanum, það er létt, sterkt og teygjanlegt. Þessi mótor er búinn, komnir ófáir flugtímar á hann en gengur enn, en heyrnahlífar eru must. Svo gæti farið, eða það tel ég líklegt að einhverjir munu óspart fýra á vélina til að æfa sig fyrir gæsina í haust en þá kemur rúlluplastið að góðum notum. Þó getur verið að ég fái frið noti ég vélina til þess að reka burt túnrollur.


Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: Rauðhálsaredding
Bara smá aðvörun, Diddi minn, rollurnar taka ekkert mark á flugvélum -- og sjá ekki mun á fúllsæs og módeli !
Þú mátt spyrja mig hvernig ég veit þetta.

Þú mátt spyrja mig hvernig ég veit þetta.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Rauðhálsaredding
Ég skil. Það mun þá þurfa smá ull í proppinn. Jæja það fellir ekki skrokkinn þó dindilinn vanti.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: Rauðhálsaredding
Sem fyrrverani garðyrkubóndi, þá er ég viss um að það gleymdist að setja bæði skynsemi og hræðslu tilfinningu í íslenskt sauðfé, í staðinn var sett ótakmarkað af kvikindisskap.
Langar að vita miklu meira!
Re: Rauðhálsaredding
Vá - "scrapheap challenge" í dalnum fallega! Ekki gleyma að taka vídeó af frumfluginu 

Re: Rauðhálsaredding
Hún flaug eins og engill. Þurfti bara pínu trim niður. Áfallshorn vængsins var miðað út frá næstu þúfu við samtsetninguna (boddískrúfur, þurrkaður heimavaxinn reyniviður og teygjur). Þessi vængur er eitthvað svo yndislegur. Hún fór reyndar í jörðina á fullri ferð lóðrétt en það var vegna þess að flugmaðurinn snappaði henni óvarp, dualreitið var aðeins og mikið á hæðarstýrinu. Svona dæmigert hispeedstallsnappeitthvað. En áður en það gerðist var búið að gera flestar hundakúnstir í bókinni. Ótrúlegt hvað teygjurnar, reyniviðurinn og boddískrúfurnar héldu. Myndir og vídjó síðar. Vængurinn slapp alheill eins og vanalega og verður settur á eitthvað enn annað enda dásemdin ein. Ef einhver á gamlann búk af trainer handa mér sem er "talinn" ónothæfur vegna aldurs, eða orðinn gegnvotur af glowfuelolíu þá skal ég glaður hirðann. Spurning hvort ég festi bara ekki mótor og innvolsi á vænginn eingöngu, ekkert að gera með búk og stél.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
- Ágúst Borgþórsson
- Póstar: 931
- Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48
Re: Rauðhálsaredding
Þessi flaug eins og engill.Eða eins og Aircore hefur aldrei gert. Það er reglulega gaman að svona drullumalli 



Kv.
Gústi
Gústi
Re: Rauðhálsaredding

Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: Rauðhálsaredding
Vídjó hér: http://www.youtube.com/watch?v=_sahqODX ... e=youtu.be
Vídjóið er því miður tekið á gamlann gemsa þannig að það voru einhverjir hnökrar á því og mynd og hljóð ekki í samræmi
Vídjóið er því miður tekið á gamlann gemsa þannig að það voru einhverjir hnökrar á því og mynd og hljóð ekki í samræmi
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252