Loks er móttekinn langþráður pakki frá HobbyKing. 4 vikur á leiðinni sem er sennilega eðlilegt, leiðin er löng og viðtakandi nískur á flutningsgjöld eftir æfilanga búsetu á landsbyggðinni.
Veglegar umbúðir, frá kínverjunum.
Annar pakki innaní.
Innvolsið var pantað sér, samkvæmt ráðum frá Bruce Simpson, "The Rocketman" frá Nýja-Sjálandi.
Ég stóðst ekki mátið að stinga henni saman. Límingar og lóðningar hefjast síðdegis eða eftir vinnu.
Nú má BIXLERINN fara að passa sig..

Kristján P. Vigfússon.
Módelsmiðja Vestfjarða.
"Árangur er að gera hver mistökin á fætur öðrum af miklum eldmóði."-Winston Churchill