Og ég fór að spá í því ef ég gæti frekar með einhverju móti létt stélið á módelinu, sem er segjum bara 120cm (De) fyrir aftan þyngdarpunkt um t.d. 100gr (Fe). Hvað losna ég þá við mikla þyngingu úr nefinu sem er 30cm (Dl) fyrir framan þyngdarpunkt?

Vogaraflsformúlan er

Þá getum við sagt 100=Fl(30/120) og snúið henni þá við í Fl=100/(30/120) = 400gr.
Þannig að með því að skafa 100gr með einhverju móti af stélinu, má einnig losna við 400gr úr nefinu, það léttir þá modelið um 500gr. Þetta er auðvitað bara dæmi. Ég man ekki nákvæmar tölur á því sem ég var að gera, en það er ótrúlegt hvað hvert gramm í stéli getur kostað mikið af blýi í nefið.
Þetta er auðvelt að reikna með vogaraflsformúlunni, en ég setti þetta upp í einfalt excel skjal þar sem hægt er að slá þessu upp á eldsnöggan hátt. Það má nálgast
hér (hægri smell "save as"), eða með beinum hlekk: https://dl.dropbox.com/u/51315072/vogaraflsformula.xlsx
...vonandi meikar þessi steypa einhvern sens fyrir ykkur.