Kermit Weeks skellti GoPro á kollinn og fór í létta flugferð á Mustang. Afraksturinn 3 ansi skemmtileg myndbönd, frá pre-flight check til lendingar.
Þarf sennilega ekki að minna á HD-gæði, fullan skjá, hljóðstyrk á 11, popp og drykk að eigin vali
Fyrsta:
Annað:
Þriðja:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
[quote=Björn G Leifsson]Ég á enn eftir að heimsækja Florida... [/quote]
Ég líka, sá að kallinn var með Sunderland og fleira skemmtilegt í flugskýlunum, einnig hefur flugmódelklúbbur svæðisins skika af landi í nágrenninu sem er í eigu Kermit til leigu fyrir sinn heimavöll.
Þegar staða himintunglanna (lesist þykktin á seðlaveskinu) verður komin í réttar skorður, hefði ég ekkert á móti því að skreppa þangað suður eftir
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Bæ ðö vei, var að lesa á Facebook síðu kallsins að hann þurfti aðeins að bregða sér af bæ fyrir læknisskoðun til að viðhalda flugskírteininu. Farkosturinn fyrir þennan skreppitúr: Grumman Wildcat, þarf ansi mikið til að toppa svona töffaratakta á sextugsaldri
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
6 félagar úr Flugmódelfélagi Suðurnesja fóru þarna árið 2006. Nokkrir fóru flugtúr á D-1 held ég að hún heiti. Sverrir flaug sjálfur Boeing Stearman. Berti keypti slatta af stálflugvélum í puntskápinn sinn. Við fórum einnig á Top Gun í Lakeland. Þetta var frábær ferð. Sverrir flaug AT-6 Texan og ég Bell 47G helicopter í Kissimee Florida.
Set myndir inn þegar myndainnsetning virkar á ný.
Sunderland flugbáturinn sem er þarna kom til Íslands fyrir nokkrum árum og kom í Nauthólsvík.
kv
MK