...
Staðan í dag er því þannig að það þarf alltaf sérstakt leyfi FMS til flugs flugmódela sem eru þyngri en 5 kg, og skulul slíkar fyrirspurnir sendar til FMS á netfangið fly@caa.is.
Það verður svo metið í hverju sinni hvers konar leyfi verða gefin út, en hugsnalega má gefa út leyfi til langs tíma sem giltu til flugs á takmörkuðum svæðum eða skammtímaleyfi.
...
[/quote]
Mér lá við að hrópa: "Hamingjan hjálpi okkur!"
Ég held að við verðum að taka okkur til og skoða þetta. Greinilegt að FMS veit ekki "ra--g-t" um flugmódelflug í dag.
Hættan er að þeir fari að þykjast vita eitthvað og fara að framfylgja því sem þeir halda að eigi að framfylgja.
Sumir álíta væntanlega að það sé best að halda bara kjafti og vera ekki að rugga bátnum. Láta FMS halda áfram að halda það sem þeir halda??
Ég er ekki viss um það. Þróunin víðast hvar er að flugmálayfirvöld hafa farið að taka eftir þessu og setja reglur hægri-vinstri. Í ameríku eru málin í höndum AMA sem virðist vera að bjarga málunum sæmilega fyrir flugmódeláhugamálið (FPV og annað) með mikilli vinnu og útsjónarsemi sem auðvitað fellur í misjafnan jarðveg en þeir hugsa um heildina.
Spurning hvort okkar hugmynd að íslensku AMA verið ekki að komast á koppinn sem fyrst.
Eða nægir kannski að senda eitt meil með 160 undirskriftum og sækja um "kollektíft" leyfi fyrir alla!?
(djók
