Ég skaust í Íhluti í dag til að athuga hvort þeir ættu tengi á móti þessu en það næsta sem við fundum var svarta tengibrettið sem sést lengst til hægri á myndinni.

Þá er bara að taka hentugan bút af stykkinu og byrja að lóða.

Hér er búið að lóða og setja hitakrumpu á vírana.

Þá er bara að setja hentug tengi á hin endann og hitakrumpu yfir víranna og tengistykkið.

Þetta tók ekki langan tíma alltaf gaman að lóða

Annar möguleiki væri að klippa snúruna í sendapakkanum í tvennt og græja hentugra tengi á milli þannig að hvíta tengið sé alltaf fast í stýringunni og hitt sé notað til að fjarlægja rafhlöðuna og hlaða hana.