Hamranes - 26.júni 2013

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
lulli
Póstar: 1310
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Hamranes - 26.júni 2013

Póstur eftir lulli »

Klúbbskvöld Þyts halda fínum dampi jafnvel þó oft hafi veðurhamur og hitatölur verið köppunum hagstæðari.
Coke og Prince rann ljúflega út og menn höfðu það gott í flugstöðinni þess á milli sem
gripið var í flug í uppstyttingum.
En svo leið aðeins á kvöldið og þá lægði og létti til, sem svo aftur olli því að flugmódel fóru að sjást ögn meira á lofti ;)
Kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Hamranes - 26.júni 2013

Póstur eftir raRaRa »

Ég þarf að fara kíkja við, er búinn að vera alltof lélegur að mæta á þessu ári! :)
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hamranes - 26.júni 2013

Póstur eftir Gauinn »

Það var bara fullt af köllum á svæðinu, þrátt fyrir slæmt veðurútlit, menn stóðu bara þéttar saman, eg gleymdi í öllum kjaftaganginum að taka myndir.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hamranes - 26.júni 2013

Póstur eftir Agust »

Ég kom seint heim úr vinnu og veðrið aðeins tvísýnt svo ég freistaðist til að fara út í skúr og smíða. Nú er mótorinn kominn á sinn stað á nýjum eldvegg í Ka8b svifflugunni, servó í vængina svo og forláta lofthemlar, stýrifletir á stélið og því lítið annað sem vantar en servó í skrokkinn og smá snurfus hér og þar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara