Klúbbskvöld Þyts halda fínum dampi jafnvel þó oft hafi veðurhamur og hitatölur verið köppunum hagstæðari.
Coke og Prince rann ljúflega út og menn höfðu það gott í flugstöðinni þess á milli sem
gripið var í flug í uppstyttingum.
En svo leið aðeins á kvöldið og þá lægði og létti til, sem svo aftur olli því að flugmódel fóru að sjást ögn meira á lofti
Kv. Lúlli.
Ég kom seint heim úr vinnu og veðrið aðeins tvísýnt svo ég freistaðist til að fara út í skúr og smíða. Nú er mótorinn kominn á sinn stað á nýjum eldvegg í Ka8b svifflugunni, servó í vængina svo og forláta lofthemlar, stýrifletir á stélið og því lítið annað sem vantar en servó í skrokkinn og smá snurfus hér og þar.