Forn flugvél

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Forn flugvél

Póstur eftir Gauinn »

Mynd

Skemmtilegt á fornbílaspjallinu.


Northrop N-3PB

Sennilega á Eskifirði.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Forn flugvél

Póstur eftir Sverrir »

Þetta er skemmtilegra! ;)



Eina eftirlifandi vélin, sem nb. var veidd upp úr Þjórsá eftir 36 ára dvöl, er á safni norska hersins á Gardemoen.
Mynd

Svo er vitað um eitt flak í Skerjafirði en það er friðlýst.

[quote=http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... itarinnar/]Þess var í dag minnst með athöfn að 70 ár eru liðin frá stofnun norsku flugsveitarinnar sem hafði aðsetur í Nauthólsvík í Heimsstyrjöldinni síðari. Minnisvarði um veru sveitarinnar stendur í Nauthólsvík, en sveitin samanstóð af nokkrum ungum piltum sem flýðu Noreg eftir að landið var hersetið af Þjóðverjum.

Einn Íslendingur var í sveitinni, Njörður Snæhólm, sem lærði flug ásamt Norðmönnunum í Kanada. Starf sveitarinnar hér fólst m.a. í því að vernda skipalestir fyrir ágangi þýskra kafbáta og annast eftirlit og njósnaflug.

Norska flugsveitin flaug sjóflugvélum af gerðinni Northrop. Ein slík vél liggur á hafsbotni í Skerjafirði en hún fannst árið 2002. Til stendur að ná flaki vélarinnar á þurrt land og verður m.a. unnið að því í tilefni afmælisársins. [/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Svara