Þá verður fyrsta foam-prufukvöldið í hreiðrinu í kvöld kl. 20:00. Allir velkomnir! þeir sem ekki rata í hreiðrið geta haft samband við mig eða Gústa til að fá leiðbeiningar hvar hreiðrið er.
Þeir sem ætla að skera út foamvélar, koma með efni, verkfæri (hnífa ofl )það sem þarf til verkefnisins. Mjög gott er að skera út foam á glerplötu eða plasti eins og notað er á flökunarborðum. Ég er með nokkur mát og vélar sem hægt er að herma eftir.
Síðan þeir sem ætla að líma, kitt-in sín saman koma að sjálfsögðu með þau með sér og lím og aðra hluti er þarf í það.
Byrjum á þessu og sjáum hvernig þetta verður. Þeir sem þurfa leiðbeiningar fá þær hjá okkur. Einnig verður hægt að mála og sprauta vélar í framtíðinni, skoðum það betur.
Látið sjá ykkur og kjöftum um foam.
Látið heyra í ykkur hérna á þessu spjalli, hvort þið ætlið að koma. Smástundarmenn, endilega skellið ykkur til okkar í kvöld.
Koma svo vera vakandi ekki bara að láta mata sig.
Sjá sambærilegan þráð http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=4326.
Kv
MK einn almesti foamspaði seinni tíma.


