Með því að grípa fast um plastnippilinn og toga fastar en ég eiginlega þorði, tókst mér að draga hann upp. Í ljós kom að inni í plastinu var messingbútur sem þrýst var niður í op á blöndumgnum. Þetta málmstykki kom sem sagt upp með plastnipplinum.
Þvermálið á því sem gekk niður í blöndunginn mældist 4mm. Svo vildi til að ég átti 4mm messingrör sem virðist passa "press fit" í opið. Líklega nægir að saga um 15mm búta af því og nota í stað nippilsins.
Gott þetta er að leysast, en ég vann við sláttuorfa og keðjusaga viðgerðir eitt sumar fyrir löngu síðan, og mig minnir að þetta sé eins í þessum mótorum.
Þakka ykkur fyrir, en ég ætla að prófa mína útfærslu. Ég notaði 4mm rör sem ég átti og sem passaði í gatið í blöndungnum. Beygði það í vinkil. Það er komið á sinn stað og mótorinn í vélina.