Í gær þann 20. sept voru aðstæður sérlega góðar til flugs á Velli, logn og sól. Hinsvegar var furðulegt öskumistur yfir öllu en það gerði hlutina bara áhugaverðari.
Vélin er Ripmax Trainer 30 með OS 0.25 mótor. Mikið vildi ég að það væru flapar á henni.
Hún rétt drullaðist í loftið. Túndrudekkin virka vel á grasinu.
Sæll, Völlur er fyrir norðan Hvolsvöll. Þar bjó Mörður Gígja.
,,Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum.'' (1. kafli Brennu-Njáls sögu)
Ég veit ekki til þess að hann hafi átt fjarstýrða vél, það er allavegana ekki minnst á það í Njálu....
Gaman að sjá þetta frá þér, þú veist örugglega af okkur Smástundarmönnum hér á neðra Suðurlandinu?
Það er spurning um að koma kannski í heimsókn til þín við tækifæri og fljúga á Velli?
Sælir felagar
Er þetta ekki fyrrum heimili Jons Benediktssonar og fjölskyldu þsr sem við hjeldum nokkur svifflugmot við frabærar mottökur þeirra hjona ?
kv
Einar Pall
Jú það er mjög líklegt að Jón hafi búið á þessari jörð, ég þori þó ekki að fullyrða það.
Neðarlega í þessum þræði hér er ágætis mynd frá svifflugmóti á Velli: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6232