Rakst á þessa vél hjá vinummínum í Staufenbiel fyrr á árinu og leist bara ansi vel á hana svo ég ákvað að skella mér á hana þegar hún var auglýst með 10% sýningarafslætti eina helgina í mars. Ég náði svo í hana í Danmörku í lok apríl og kippti með heim.
Vænghaf: 500 cm
Lengd: 225 cm
Þyngd: 8,4 kg
Mótor: 310 kV
Vængflötur: 165 dm2
Vængsnið: HQ/W-2,5/12 + HQ/W-2,5/11 + HQ/W-3/10,5
Kassinn er ekkert alltof stór fyrir fimm metra vél.
[quote=Sverrir]Svo ég skipti þeim út fyrir 3mm teina og clevis á báðum endum.[/quote]
Ég myndi lóða annað settið fast -- lím er hugsanlega ekki nóg, sérstaklega með tilliti til þess að það er mótor í vélinni - og þó það séu ekki miklar líkur á miklum titringi, þá þarf ekki mikið til.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Takk!
[quote=Gaui]Ég myndi lóða annað settið fast -- lím er hugsanlega ekki nóg...[/quote]
Gengjulím virkar líka mjög vel.
Fékk senda nýja spaða, Aeronaut eru ekki gefnir upp fyrir nógu mikinn snúning.
Hilla smíðuð undir móttakarann, fáum loftnetið líka ofar og upp fyrir carbon-ið.
Mótorinn á sínum stað og snúrur frá honum tryggðar.
Powerbox rofi, rafhlöðurnar fyrir hann verða svo sitt hvoru megin við „bensíntankinn“. Rétt grillir í 85A hraðastillinn undir gólfinu, XT90 tengi á honum.
Filma sett í botninn á nefninu og þynging steypt í hana, verður svo límd föst í réttri þyngd þegar á þarf að halda.
[quote=Sverrir]Hilla smíðuð undir móttakarann, fáum loftnetið líka ofar og upp fyrir carbon-ið.[/quote]
Ég er svo vænisjúkur og viss um óhöpp að ég mundi bora tvo lítil göt á skrokkinn og stinga loftnetunum út fyrir glerfíberinn, jafnvel þó það sé ekki grafít í honum. :/
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Kevlar-ið er ekki sátt við að vera kallað glerfíber!
Í sumum tilfellum er ekki hjá því komist að skella sér út fyrir skrokkinn öryggisins vegna, nefið á Strega er kevlar að hluta en allt fyrir aftan það og vængirnir eru carbon svo þar er talsverð hætta á að skuggasvæðum við ákveðin sjónarhorn. Það er hins vegar engin þörf á því í þessu tilfelli þar sem aðeins er um carbon styrkingar á hluta skrokksins að ræða og hægt að sneiða hjá þeim með staðsetningu móttakaranna inn í skrokknum.