Flott hugmynd varðandi flugvallarmál í módelflugi! eða hvað?

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Flott hugmynd varðandi flugvallarmál í módelflugi! eða hvað?

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Þessi hugmynd kom upp hja Sigurgeiri um ad fa gervi gras þar sem verid
er ad skipta ut.
A fotboltavollum er gervi grasi skipt ut eftir akvedin tima hugmyndin er god
og gaman væri ad profa þetta, hafa menn einhverja hugmynd vardandi gervi gras
og vita einhverjir um velli sem verid er ad skipta a
Kv
Einar Pall
Passamynd
maggikri
Póstar: 6012
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flott hugmynd varðandi flugvallarmál í módelflugi! eða hvað?

Póstur eftir maggikri »

Það er ekki langt síðan að grasið í Reykjaneshöllinni var endurnýjað, held að það hafi farið út á golfvöllinn í Leirunni. Veit ekki hvort þeir hafi notað þetta nokkuð. Er ekki svona gras of gróft fyrir okkur á vellina. Á myndbandinu er fínn dúkur notaður.
kv
MK
Passamynd
maggikri
Póstar: 6012
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flott hugmynd varðandi flugvallarmál í módelflugi! eða hvað?

Póstur eftir maggikri »

Talaði að gamni við Niels hjá fyrirtækinu Kemis heildverslun Breiðhöfða og athugaði með verð á svona dúk. Það er ódýrast að taka í rúllum. Sem dæmi rúlla sem er(800 fermetrar) 4mX200m kostar 226.000.- man ekki alveg hvaða þykkt hann nefndi en það ætti að duga í svona verkefni. Það er hægt að fá þetta í mörgum þykktum. Það er kannski smávandamál með breidd, ef menn vilja hafa þetta breiðara en 4 metra þá þarf að sjóða þetta saman.
kv
MK
Svara