Sjúkra-dróni

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 6002
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Sjúkra-dróni

Póstur eftir maggikri »

Veit ekki hvort þetta eigi heima hérna, en læt þetta flakka. Bráðsniðugt kvekendi.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3829
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Sjúkra-dróni

Póstur eftir Gaui »

Já, já, það er allt hægt í teinkimyndum :D

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
arni
Póstar: 279
Skráður: 3. Okt. 2012 18:55:55

Re: Sjúkra-dróni

Póstur eftir arni »

Það væri gott fyrir okkur í Þyt að eiga svona græju,meðalaldurinn er orðinn svo hár. :)
Kær kveðja.Árni F.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Sjúkra-dróni

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þetta er nú svolítið til áranna komið „fake it before you make it“ myndband sem lýsir hugmynd, ekki tilbúinni lausn :) Væri fróðlegt að vita hvort eitthvað varð úr þessu hjá þeim?

Annars er gaman að segja frá því að Hjörtur Geir, sem margir ykkar þekkja úr módelfluginu, varði meistaraverkefni við rafmagnsverkfræðideild DTU í Kaupmannahöfn sl. föstudag. Hann hannaði, smíðaði og forritaði dróna frá grunni sem getur sjálfvirkt fundið og fest sig á háspennulínur og ekið eftir þeim. Fékk hæstu mögulega einkunn fyrir verkefnið. Hann á vonandi eftir að segja frá því hér þegar hann er búinn að jafna sig.

Mynd


Svo er yngri bróðir Hjartar, liðtækur módelflugmaður líka, á leið til TU-Delft í haust í sitt meistaranám í stýritækni/vélaverkfræði. TU-Delft er einmitt háskólinn í Hollandi þaðan sem myndbandið hér að ofan er frá.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 6002
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Sjúkra-dróni

Póstur eftir maggikri »

Til hamingju með drengina "Flugdoktor", þeir eru efnilegir. Væri alveg til í að sjá þá meira í módelfluginu, ásamt pabbanum.

kv
MK
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Sjúkra-dróni

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=maggikri]Til hamingju með drengina "Flugdoktor", þeir eru efnilegir. Væri alveg til í að sjá þá meira í módelfluginu, ásamt pabbanum.

kv
MK[/quote]
Takk. Nú er brátt von á breytingu á starfsvettvangi hjá mér, hætti þessari útlandavinnu, svo það er aldrei að vita hvað þú ert að kalla yfir ykkur. Kannski vissara að menn fari að setja upp hjálma og hlífar og skaffi svona hjartastuðtæki ef gamli maðurinn fer að reyna að þenja vængina aftur :O
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara