Eftir umhleypingasaman dag þá fór veðurspáin að ganga upp svo það var ekkert annað í stöðunni en að drífa sig út á Arnarvöll. Fyrstu menn voru mættir á svæðið upp úr kl. 17 og svo tók við viðstöðulaust flug og skemmtun þangað til skúrinn mikli lét sjá sig um átta leytið. En eins og maðurinn sagði „Þá styttir alltaf upp og lygnir“ svo kvöldið var ekki búið enn!
Geggjaðar myndir Sverrir!
Takk fyrir kvöldið strákar, braut hana aðeins en það er allt í lagi, Gústi reddar þessu...
Næ betri tökum á “rolling harrier” seinna bara haha.