

Súper standur #3, nærmynd.

Nú fer að koma að því að íhuga þurfi af alvöru hvað eigi að gera við allt dótið sem þarf að koma fyrir í vélinni.

Einhverjar breytingar þarf að gera í tengslum við stélhjólið.
Robart stellið sem er teiknað þarna hjá Ziroli fer úr bláu og upp í grænu stöðuna þegar það er dregið upp.
CJM stellið sem ég er með fer á milli bláu eða grænu staðanna, miðað við hvar það verður sett í vélina.
