Hvað notarðu grófan pappír. Ég hef flakkað á milli 220 og 400 og finnst betra að hafa hann frekar í grófari kantinum. Ég hef líka sett tvær umferðir af poxi og þá notað tækifærið þegar ég tók niður fyrsta grunninn að vinna á glerfíbernum um leið.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Hérna er spartl sem ég nota ef ég þarf eftir að dúkurinn er kominn á, í fullkomnum heimi ætti þess ekki að þurfa en okkar er það ekki.
Þetta er svo pússað niður.
Það eru ekki margir staðir á Þrumufleygnum þar sem klæðningin skarast, á hæðarstýrinu eru ein slík samskeyti.
Hér sjást tvær rendur af 3mm plastic tape(471) frá 3M. Það olli mér þó smá vandræðum þegar kom að því að taka það af.
Ég ákvað að byggja þetta upp með spartlinu í staðinn fyrir að nota fylligrunninn en þegar ég byrjaði að pússa niður að límbandinu og fjarlægði það kom í ljós að límið sat eftir, þannig að nú þarf að kanna málið áður en hitt hæðarstýrið verður tekið fyrir. Límleifarnar náðust þó frekar fljótlega af með öðru límbandi.
Og svona lítur þetta út þegar búið er að pússa niður að límbandinu og fjarlægja það.
Sverrir
Það má ná svona límleyfum á ýmsan hátt en tvennt hef ég prófað:
Hreint Asetón: Þú færð það í Apótekinu í litlum flöskum og það hreinsar allt í burtu sem hefur í sér einhverja fitu. Á það til að skemma vissar tegundir af plasti, s.s eins og þá sem notuð er á módel. Hefur engin áhrif á glerfíberinn. Settu smá slurk í Tork pappír (ekki eldhúspappír) og þurrkaðu af.
Kveikjarabensín: Sama aðferð. Virkar ágætlega þar sem Asetónið skemmir.
Sítrónudropar: Já, þessir sem notaðir eru í bakstur og matseld. Sá þessa aðferð hjá tengdamóður minni og hélt hún væri nú endanlega búin að missa vitið, en viti menn, hún var ekki búin að því og aðferðin virkaði.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Það var ekki eftir neinu að bíða og kominn tími á að koma stélfjöðrunum á sinn stað. Skrokkurinn er „núllstilltur“, þ.e.a.s. hann er láréttur ef horft er eftir miðlínu hans fram/aftur á við og einnig til hliðanna ef horft er framan á eldvegginn, hér kemur sér vel að hafa skrokkgrindina þar sem hún er í þessu plani. Stélið á að vera með 0-1/2° jákvæðum halla og er hann fenginn með því að mæla muninn á miðínu fram og afturbrúnar vængsins, mismunur 0-1.6mm, frambrún í hag.
Hér er vængurinn kominn á sinn stað, takið eftir bréfinu sem á að grípa inn í ef eitthvað skyldi leka.
Hliðastýrisvængurinn situr nánast í lausu lofti svo ég ákvað að gera eitthvað í því, hér sést byrjunin.