Tja... hún var 2300 grömm áður en stélfjaðrirnar komu á... þannig að hún er sennilega að losa rétt um 2500-2600 grömm núna(án stjórnflata).
Skal koma með nákvæmar tölur fljótlega.
Eins og áður hefur verið nefnt þá eru flest öll samskeyti á plötuklæðningunum á Þrumufleygnum aðliggjandi en ekki ofan á hvort öðru.
Til að líkja eftir því þá pantaði ég örþunnt límband frá Fighter Aces, það er 1/64" á breidd eða rétt um 0.4mm á breidd.
Ekki er efnisþykktinni fyrir að fara hérna.
Eins gott að fínhreyfingarnar séu sæmilegar.
Hér er búið að leggja niður límbandið.
Því næst er fylligrunn sprautað yfir límbandið, það getur þurft nokkrar umferðir til að hylja það.
Svo er bara að byrja og pússa fylligrunninn burt, eða þangað til við sjáum límbandið aftur, hérna erum við alveg að vera komin niður á límbandið.
Hér er svo búið að fjarlægja límbandið.
Komin smá silfurgrár litur á hæðarstýrið.
Og hér sést þetta í nærmynd, munið að lóðrétta línan er rétt innan við 0.5mm að breidd, þessi lárétta er svo yfirliggjandi plötuskil.