Flugmódelorðabók

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugmódelorðabók

Póstur eftir Sverrir »

Var að spjalla við Offa rétt í þessu þegar hann kom með þetta snilldarorð, flugmóðir, spá í hvort það gæti ekki verið gaman að safna saman séríslenskum módelorðaforða?
Endilega skellið inn hér fyrir neðan orðum sem þið hafið heyrt í sportinu, ekkert endilega bara nýyrðum heldur líka því sem getur gagnast nýliðum sem lengra komnum.
Orðskýringar og þýðingar.

Flugmóðir = e-r sem kennir öðrum að fljúga, nemandi og kennari eru tengdir með naflastreng.

Hallastýri = aileron
Hæðarstýri = elevator
Hliðarstýri = rudder
Bensíngjöf = throttle
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Flugmódelorðabók

Póstur eftir Haraldur »

Sá sem kennir öðrum að fljúga hefur yfirleitt verið kallaður flugkennari.

Eitt nýtt orð.

útslag = throw.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelorðabók

Póstur eftir Gaui »

Einhvern tíman fyrir löngu var ég búinn að taka saman alveg rosalegan fjölda orða í ensku sem eiga við flugmódel og setja þau í lista. Ég ætlaði síðan að vera svakalega duglegur og þýða þau öll, en var ekkert kominn neitt svakalega langt. Þar sem þessi umræða er nú komin upp, þá datt mér í huga að skella þessum lista á vefinn (http://flugmodel.is -- Orðalisti) og leyfa ykkur að skoða hann. Þeir sem vilja, geta komið með viðbætur (ég setti til dæmis orðið hans Haraldar í listann áðan) og ég bæti þeim við. Þeir sem vilja þýða eittt og eitt orð mega líka gera það og senda mér. Ég hugsa að ég renni í þetta núna fyrst þetta er komið á vefinn og hugsanlega reyni að klára þetta fyrir 2010.

Bæ ðö wei, þið megið benda mér á stafsetningarvillur, það er vel þegið og aldrei illa tekið. Eins má senda mér ábendingar um eitthvað sem er hreinlega vitlaust.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flugmódelorðabók

Póstur eftir einarak »

hvað er þá "ooze" ?

einsog segir í samsetningar-manualnum á Cessnunni minni; "If you have used enough epoxy, it will "ooze" out from the joint between the two ribs."

Btw... smíðin er hafin, kem með myndir þegar það er búið að ná puttunum í sundur....
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flugmódelorðabók

Póstur eftir Sverrir »

...þá mun það streyma út úr samskeytum rifjana.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelorðabók

Póstur eftir Gaui »

Ég held að orðið „sullast“ myndi líklega lýsa því betur, eða „gubbast“ ef það er mikið.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara