Áfram skal haldið. Rifjunum er raðað upp á formið og stólar límdir undir til að halda þeim láréttum. Þetta er aðferð sem meistarinn Dave Platt notar mikið og vel þess virði að herma hana eftir.

- 20200807_152542.jpg (150.85 KiB) Skoðað 6042 sinnum
Svo eru settir stólar undir stélflötinn og hann límdur á. Þá er nokkuð víst að hann situr á sínum stað, réttur á alla kanta þar til búið er að planka skrokkinn.

- 20200811_212248.jpg (147.87 KiB) Skoðað 6042 sinnum
Mér fanst ekki nóg af langböndum til að halda undir 1,5mm skinn, svo ég bætti við einu alla leiðina og öðru undir gluggana, því Tommi er ekki enn búinn að ákveða hvort hann vill gler eða límmiða. Það kom hugmynd á einu smíðakvöldi að taka vangasvipi allra í klúbbnum og búa til gluggamyndir af þeim.

- 20200812_145728.jpg (150.64 KiB) Skoðað 6042 sinnum
Hér er svo byrjað að líma 1,5mm balsaskinn á skrokkinn. Hann stífnar verulega upp við það.

- 20200812_153409.jpg (151.21 KiB) Skoðað 6042 sinnum
Hér er búið að planka nefið og byrjað að búa til stjórnklefann. Sá verður laus, svo hægt verður að renna rafhlöðum ofan í skrokkinn án þess að skrúfa nokkuð í sundur.

- 20200813_154928.jpg (141.33 KiB) Skoðað 6042 sinnum
Hér er ég byrjaður að planka afturhlutann á skrokknum.

- 20200814_150735.jpg (147.79 KiB) Skoðað 6042 sinnum
En áður en hann er kláraður og stélkamburinn límdur á, þá þarf að setja upp stýrisarminn fyrir hliðarstýrið. Vírarnir liggja fram í skrokkinn og servóið verður þar sem vængurinn kemur á.

- 20200815_151433.jpg (115.82 KiB) Skoðað 6042 sinnum

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði