Þessari hlekktist aðeins á í sumar.
Fyrst var að hreinsa skemmdina og fá góða línu fyrir viðgerðina.
Límband sett í kringum sárið til að halda þessu snyrtilegu.
Svo er að sníða XPS til og líma í sárið.
Svo þarf að tálga og pússa.
Smá afskurður.
Komið á sinn stað.
Svo er að pússa niður í kringum viðgerðina til að hafa pláss til að ná endunum á dúknum niður svo við fáum ekki samskeyti á vænginn.
Svo notum við smjörpappír til að búa til skapalón.
Tilsniðin dúkur kominn á sinn stað með smá aðstoð frá spreylími.
Ein umferð af epoxy komin á dúkinn.
Svo er bara að byrja að slípa og spartla...
...og slípa og spartla...
...og slípa og spartla...
Grunnur
Meiri slípun... svo grunnur yfir allt saman.
Smá litamunur en þetta er litur beint úr brúsa frá Byko, ef ná þarf sama lit þá þarf að fá sérblöndun ef ekki er um staðlað litanúmer að ræða.
Loka afurðin fyrir mössun, þetta dugði svo til að landa sigri í næsta móti eftir viðgerðina svo þetta virðist bara hafa tekist ágætlega.
